Frábær skáktilþrif í Hörpu 24. febrúar 2013 11:48 Veronika Steinunn Magnúsdóttir Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira