Þetta er bara fótbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 21. mars 2013 16:15 Hannes Þór Halldórsson Mynd/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga. Liðin mætast þá í undankeppni HM 2014 en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hvorugt hefur í raun efni á að tapa. Landsliðið hefur haldið til í Ljubljana alla vikuna og undirbúið sig að kappi fyrir leikinn. Hannesi líkar vistin vel. „Það þarf ekki mikið til að venjast lífinu í Slóveníu. Þetta er eins og hvert annað land og okkur líður vel hérna," sagði Hannes Þór en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Við erum bjartsýnir og brattir." Allir þrír markverðir Íslands í þessari ferð spila í Pepsi-deildinni en allir aðrir leikmenn landsliðsins spila í atvinnumannadeildum í Evrópu. Hannes segir eðlilega vera mun á því að æfa með landsliðinu og liði sínu, KR, sem er á miðju undirbúningstímabili á Íslandi. „Maður finnur alltaf smá mun á því að koma á landsliðsæfingar enda eru þetta bestu leikmenn þjóðarinnar. En þetta er bara fótbolti á endanum og allt sama tóbakið," segir Hannes og brosir. „En formið á mér er mjög gott og hef ég hagað mínu undirbúningstímabili með þennan leik í huga. Allt hefur miðað að því að vera í toppstandi á þessum tímapunkti. Enda er ég í miklu betra formi en ég er vanur að vera í á þessum árstíma og klár í slaginn." Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og segist finna fyrir vissu trausti. „Það er eins komið fram við alla markverði í liðinu og aldrei hver er að fara spila fyrirfram. Ég finn þó fyrir ákveðnu trausti og reikna með því að spila leikinn á morgun. Ég lít á það sem svo að ég sé aðalmarkvörðurinn í þessu liði." Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, fær nú að kynnast lífinu með A-landsliði karla í fyrsta sinn en Hannes segir að honum hafi gengið vel á æfingum með sér og Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks. „Ömmi er mjög flottur markvörður og er fljótur að stíga inn í þetta umhverfi. Hann hefur staðið sig mjög vel enda markvörður sem er með allan pakkann og getur náð mjög langt. Það er gaman að fylgjast með honum hér." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga. Liðin mætast þá í undankeppni HM 2014 en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Hvorugt hefur í raun efni á að tapa. Landsliðið hefur haldið til í Ljubljana alla vikuna og undirbúið sig að kappi fyrir leikinn. Hannesi líkar vistin vel. „Það þarf ekki mikið til að venjast lífinu í Slóveníu. Þetta er eins og hvert annað land og okkur líður vel hérna," sagði Hannes Þór en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Við erum bjartsýnir og brattir." Allir þrír markverðir Íslands í þessari ferð spila í Pepsi-deildinni en allir aðrir leikmenn landsliðsins spila í atvinnumannadeildum í Evrópu. Hannes segir eðlilega vera mun á því að æfa með landsliðinu og liði sínu, KR, sem er á miðju undirbúningstímabili á Íslandi. „Maður finnur alltaf smá mun á því að koma á landsliðsæfingar enda eru þetta bestu leikmenn þjóðarinnar. En þetta er bara fótbolti á endanum og allt sama tóbakið," segir Hannes og brosir. „En formið á mér er mjög gott og hef ég hagað mínu undirbúningstímabili með þennan leik í huga. Allt hefur miðað að því að vera í toppstandi á þessum tímapunkti. Enda er ég í miklu betra formi en ég er vanur að vera í á þessum árstíma og klár í slaginn." Hannes hefur verið aðalmarkvörður liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og segist finna fyrir vissu trausti. „Það er eins komið fram við alla markverði í liðinu og aldrei hver er að fara spila fyrirfram. Ég finn þó fyrir ákveðnu trausti og reikna með því að spila leikinn á morgun. Ég lít á það sem svo að ég sé aðalmarkvörðurinn í þessu liði." Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, fær nú að kynnast lífinu með A-landsliði karla í fyrsta sinn en Hannes segir að honum hafi gengið vel á æfingum með sér og Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks. „Ömmi er mjög flottur markvörður og er fljótur að stíga inn í þetta umhverfi. Hann hefur staðið sig mjög vel enda markvörður sem er með allan pakkann og getur náð mjög langt. Það er gaman að fylgjast með honum hér."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira