"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 20:49 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. „Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“ Kosningar 2013 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“
Kosningar 2013 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira