Fótbolti

Riise kveður landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Riise vel klesstur á milli landa síns Brede Hangeland og Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar.
Riise vel klesstur á milli landa síns Brede Hangeland og Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar. Mynd/Vilhelm
John Arne Riise gagnrýndi á dögunum ákvörðun Egils Drillo Olsen að gera sig ekki að varafyrirliða landsiðsins. Í dag tilkynnti hann að hann væri hættur að leika fyrir hönd þjóðar sinnar.

Riise spilaði sinn fyrsta leik gegn Íslandsi þann 31. janúar árið 2000. Mánuði síðar skoraði hann fyrsta landsliðsmark sitt í 2-0 sigri á Tyrklandi. Bakvörðurinn spilaði 110 leiki fyrir Noreg og skoraði sextán mörk.

„Ég tók ákvörðun mína eftir að hafa ráðfært mig við nánustu vini. Það er engu að síður ég sem ákveð þetta sjálfur," segir Riise í yfirlýsingu sem TV2 birtiri í dag.

Riise segist ætla að einbeita sér að því að spila með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn 32 ára vonast til þess að geta spilað í fjögur til fimm ár til viðbótar á hæsta stigi.

Noregur og Ísland eru saman í riðli í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu árið 2014. Ísland vann 2-0 sigur í viðureign liðanna á Laugardalsvelli í október.


Tengdar fréttir

Riise hraunar yfir félaga sína

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×