Fótbolti

Helgi Valur spilaði allan leikinn í sigri AIK

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Helgi Valur er líklegast á förum frá sænska liðinu
Helgi Valur er líklegast á förum frá sænska liðinu Mynd:Nordic Photos/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn, Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn í 2-0 sigri AIK á Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Henok Goitom og Robert Ahman Persson sem gerðu mörk AIK í leiknum.

Það voru fleiri Íslendingar í eldínunni en Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad en var tekinn útaf á 78. mínútu, þegar liðið vann 2-1 sigur á Syrianska í botnslag sænsku úrvalsdeildarinnar. Kristinn Steindórsson sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.

AIK er eftir leiki dagsins í toppbaráttu en liðið er í sjötta sæti eftir fimmtán umferðir, aðeins þremur stigum frá efsta liði deildarinnar. Sigur Halmstad var gríðarlega mikilvægur enda tókst liðinu að slíta sig örlítið frá botninum eftir leiki dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×