Fótbolti

Tímabilið byrjar ekki vel hjá FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Tímabilið byrjar ekki vel hjá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn en Íslendingaliðið er stigalaust eftir tvær fyrstu umferðirnar í dönsku úrvalsdeildinni.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK og spilaði fyrstu 88 mínútur leiksins en var síðan tekinn af velli fyrir César Santín.

Ragnar Sigurðsson sat á bekknum allan tímann. FCK tapaði 1-2 fyrir AaB í fyrstu umferðinni en báðir leikirnir voru á útivelli. Fyrsti heimaleikurinn er ekki fyrr en um næstu helgi.

Petter Andersson skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu og það dugði Midtjylland til að landa öllum þremur stigunum. Midtjylland er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×