Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. júlí 2013 13:44 Frá tökum á Þingvöllum í dag. MYND/STÖÐ 2 Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira