Jón Arnór kemur inn í landsliðið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 10:44 Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd / Anton „Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
„Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira