Fórnarlamba flugslyssins minnst Jakob Bjarnar skrifar 7. ágúst 2013 10:31 Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður fórust í flugslysinu. Þeirra verður minnst í kvöld í Glerárkirkju. Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent