Áhorfendur vilja hafa stjórnina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 19:28 Kevin Spacey leikur aðalhlutverkið í hinni vinsælu bandarísku þáttaröð House of cards Kevin Spacey segir afþreyingarveituna Netflix vera framtíðina í miðlun sjónvarpsþátta og kvikmynda. Engin sjónvarpsstöð vildi framleiða hina vinsælu þætti House of cards, þar sem leikarinn leikur aðalhlutverkið og nema gera prufuþátt fyrst (e. pilot) en Spacey segir prufuþætti drepa niður söguþráðinn. Kevin Spacey hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk í sjónvarpsgeiranum í Bretlandi á dögunum. Þar þakkar hann Netflix fyrir vinsældir sjónvarpsþáttaraðarinnar House of cards. „Við vildum ekki gera prufuþátt því við vildum segja sögu sem tekur langan tíma að segja. Marglaga sögu með flóknum persónum og samböndum sem tæki tíma fyrir áhorfandann að skilja. Í prufuþáttum þarf að uppljóstra svo miklu á 45 mínútum til að þáttaröðin sé metin líkleg til vinsælda. Netflix var eina stöðin sem trúði á okkur án þess að gera prufuþátt fyrst,“ segir leikarinn. Spacey segir áhorfendur í dag vilji hafa stjórnina og hafa frelsi þegar það kemur að sjónvarpsefni. Fyrsta þáttaröðin af House of cards kom út í heilu lagi 1. febrúar á þessu ári og var fáanleg á Netflix. Aðdáendur þáttanna gátu því horft á alla seríuna í einum rykk. „Slík dreifing á efni hefur kennt okkur það sem tónlistarbransinn lærði ekki: Að gefa fólki það sem það vill, þegar það vill það, á því formi sem það vill og á sanngjörnu verði. Þá er líklegra að fólk borgi fyrir efnið í stað þess að stela því á netinu.“ Spacey segir krakka í dag finna engan mun á miðlun kvikmynda og sjónvarpsþátta. Það skiptir ekki máli hvar þau horfa á það eða hvernig. Það eina sem skiptir máli er góður söguþráður. „Áhorfendur hafa talað. Það sem skiptir máli er góð saga, gott efni. Þá munu þeir segja vinum sínum frá því, tala um það á hárgreiðslustofunni og í strætó. Þeir munu tísta, mæla með því á Facebook, blogga um það, búa til aðdáendasíður, búa til fyndnar myndir og setja á instagram og guð veit ekki hvað. Þeir styðja góðar sögur með ástríðu og einlægni sem við höfum ekki kynnst áður.“ Kevin Spacey hvetur kvikmyndagerðamenn og sjónvarpsstöðvastarfsmenn til að horfa til framtíðar og hætta að setja miðilinn í aðalhlutverk. „Allt sem við þurfum að gera er að gefa áhorfendum þessar góðu sögur. Markaðurinn er beint fyrir framan okkur, stærri og betri en nokkurn tíma áður. Því er það enn skammarlegra fyrir hvert og eitt okkar ef við teygjum okkur ekki fram og grípum tækifærið,“ segir Kevin Spacey. Netflix hefur verið að hasla sér völl hér á Íslandi undanfarið og er talað um að yfir 20.000 Íslendinga noti miðilinn til að ná sér í afþreyingu. Netflix Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Kevin Spacey segir afþreyingarveituna Netflix vera framtíðina í miðlun sjónvarpsþátta og kvikmynda. Engin sjónvarpsstöð vildi framleiða hina vinsælu þætti House of cards, þar sem leikarinn leikur aðalhlutverkið og nema gera prufuþátt fyrst (e. pilot) en Spacey segir prufuþætti drepa niður söguþráðinn. Kevin Spacey hélt fyrirlestur fyrir starfsfólk í sjónvarpsgeiranum í Bretlandi á dögunum. Þar þakkar hann Netflix fyrir vinsældir sjónvarpsþáttaraðarinnar House of cards. „Við vildum ekki gera prufuþátt því við vildum segja sögu sem tekur langan tíma að segja. Marglaga sögu með flóknum persónum og samböndum sem tæki tíma fyrir áhorfandann að skilja. Í prufuþáttum þarf að uppljóstra svo miklu á 45 mínútum til að þáttaröðin sé metin líkleg til vinsælda. Netflix var eina stöðin sem trúði á okkur án þess að gera prufuþátt fyrst,“ segir leikarinn. Spacey segir áhorfendur í dag vilji hafa stjórnina og hafa frelsi þegar það kemur að sjónvarpsefni. Fyrsta þáttaröðin af House of cards kom út í heilu lagi 1. febrúar á þessu ári og var fáanleg á Netflix. Aðdáendur þáttanna gátu því horft á alla seríuna í einum rykk. „Slík dreifing á efni hefur kennt okkur það sem tónlistarbransinn lærði ekki: Að gefa fólki það sem það vill, þegar það vill það, á því formi sem það vill og á sanngjörnu verði. Þá er líklegra að fólk borgi fyrir efnið í stað þess að stela því á netinu.“ Spacey segir krakka í dag finna engan mun á miðlun kvikmynda og sjónvarpsþátta. Það skiptir ekki máli hvar þau horfa á það eða hvernig. Það eina sem skiptir máli er góður söguþráður. „Áhorfendur hafa talað. Það sem skiptir máli er góð saga, gott efni. Þá munu þeir segja vinum sínum frá því, tala um það á hárgreiðslustofunni og í strætó. Þeir munu tísta, mæla með því á Facebook, blogga um það, búa til aðdáendasíður, búa til fyndnar myndir og setja á instagram og guð veit ekki hvað. Þeir styðja góðar sögur með ástríðu og einlægni sem við höfum ekki kynnst áður.“ Kevin Spacey hvetur kvikmyndagerðamenn og sjónvarpsstöðvastarfsmenn til að horfa til framtíðar og hætta að setja miðilinn í aðalhlutverk. „Allt sem við þurfum að gera er að gefa áhorfendum þessar góðu sögur. Markaðurinn er beint fyrir framan okkur, stærri og betri en nokkurn tíma áður. Því er það enn skammarlegra fyrir hvert og eitt okkar ef við teygjum okkur ekki fram og grípum tækifærið,“ segir Kevin Spacey. Netflix hefur verið að hasla sér völl hér á Íslandi undanfarið og er talað um að yfir 20.000 Íslendinga noti miðilinn til að ná sér í afþreyingu.
Netflix Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira