"Þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 16:50 Myndirnar birtust á netinu í morgun. „Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman." Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman."
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira