Fótbolti

Kristinn tryggði Halmstad þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. Mynd/Stefán
Kristinn Steindórsson kom inná sem varamaður og tryggði Halmstad 1-0 sigur á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Halmstad sem hafði tapað þremur leikjum í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Brommapojkarna sem situr í síðasta örugga sætinu.

Kristinn skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en hann hafði komið inn á sem varamaður átta mínútum fyrr. Þetta var fyrsta mark hans á tímabilinu en Kristinn skoraði 7 mörk í sænsku b-deildinni í fyrra.

Kristinn hefur ekki fengið alltof mikið að spreyta sig í sumar en minnti á sig í kvöld. Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad en var tekinn af velli í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×