„Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 14:30 „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
„Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður, segist predika fyrir leikmönnum sínum að bera virðingu fyrir öllum sem þeir gera. Tekur hann sjálfan sig oft sem dæmi líkt og hann gerði í þættinum Liðið mitt á Stöð 2 Sport. Teitur rifjaði upp þegar hann spilaði í körfuboltakeppni Landsmótsins þegar hann var einn besti leikmaður landsins. „Þá vorum við að spila á móti einhverjum sveitavörgum, með allri virðingu. Ég var einhver voðaleg stjarna úr úrvalsdeildinni og ætlaði að spila. Þarna var einhver strákur í gömlu Hagkaupsskónum sem ætlaði að dekka mig. Ég í fínu Air-Jordan skónum,“ segir Teitur sem fór með rangt hugarfar inn í leikinn. „Þetta byrjar á því að hann stelur af mér boltanu, fer upp og skorar,“ segir Teitur en atvikið endurtók sig strax í næstu sókn. Þá braut Teitur reyndar á mótherjanum í skotinu. Hann skoraði og fékk vítaskot að auki. „Þarna fór allt í taugarnar á mér, stóra egóið. Ég reif kjaft við dómarann og fékk tæknivillu,“ segir Teitur sem man ekki nákvæmlega hvort honum var hent út eða ekki. „Niðurlægingin var rosaleg. Bara af því ég bar ekki virðingu fyrir einhverjum strák sem gat alveg spilað.“ „Svo um kvöldið þegar allir hittast og skemmta sér á Landsmótinu þá stendur strákurinn þarna, horfir á mig og hlær að mér. Segir að þessi geti ekkert í körfubolta,“ segir Teitur. Hefði hann hins vegar borið virðingu fyrir andstæðingnum, tekið hann í gegn þá hefði annað verið uppi á teningnum. „Þá hefði ég komið þarna labbandi út um kvöldið og hann hefði verið búinn að segja strákunum hvað Teitur væri hrikalega góður leikmaður. Ég hefði fengið virðinguna af því ég bar virðingu fyrir honum.“ Teitur segir stóran mun á því að vera góður leikmaður og vera frábær leikmaður. „Þessir frábæru bera virðingu fyrir öllum og eru alltaf góðir. Þeir láta ekkert ná sér á svona smáatriðum.“ Sögustund Teits hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndbandinu að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira