Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 13:15 Lárus Welding ásamt lögmanni sínum Óttari Pálssyni og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari við fyrirtökuna í dag. Myndir/GVA Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur. Aurum Holding málið Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um embætti sérstaks saksóknara í fyrirtöku í Aurum málinu í dag. Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Lárusar, lagði fram fyrir hönd allra verjenda í málinu yfirmatsgerð með nýju verðmati á breska félaginu Aurum Holding. Samkvæmt því er eignarhluti félagsins, sem var í eigu Fons, metinn á bilinu 345 til 2.080 milljónir króna. Glitnir lánaði félaginu FS38, í eigu Pálma Haraldssonar sex milljarða króna til kaupa á hlut Fons í Aurum. Áður höfðu matsmennirnir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskiptafræði, lagt fram undirmatsgerð þar sem þeir sögðu kaupverðið hafa verið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þá lagði Óttar fram bókun, þar sem skorað var á ákæruvaldið að leggja fram lögfræðilega og fjárhagslega áreiðanleikakönnun sem og fjárfestingasniðmát sem félagið Damas Jewellry í Dubai, stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda, hafði framkvæmt á Aurum. Í bókuninni segir að þessi gögn innihaldi umtalsverða sérfræði- og ráðgjafarvinnu sem unnin var fyrir Damas sem kaupanda, í tengslum við hin fyrirhuguðu viðskipti með hlutafé í Aurum og hafi kostað verulega fjármuni. Bendi það eindregið til þess að Damas hafi verið full alvara í viðræðum sínum við seljanda og gefi til kynna að að viðskiptin myndu ganga eftir. Þá segir að til grundvallar viðræðum Damas um viðskiptin hafi af þessu hálfu verið gert ráð fyrir að hlutafjárvirði Aurum hafi verið í kringum 107 milljónir sterlingspunda. Þá sé ekkert í þeim gögnum sem lögð voru fram sem gefi vísbendingu um að tilefni hafi verið til að falla frá kaupum vegna atriða sem leidd hafi verið í ljós við lögfræði- og/eða fjárhagslegu áreiðanleikakannanirnar og eftir standi því sú skýring að horfið hafi verið frá viðskiptunum vegna breytinga á markaðsaðstæðum í september 2008. Óttar fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara, sagði hann hafa legið á þessum áreiðanleikakönnunum og fjárfestingasniðmátinu lengi, en hann hefði haft þær undir höndum síðan í maí 2011 en verjendur ekki fengið aðgang að þessum gögnum fyrr en 10 mánuðum eftir þingfestingu málsins. Telur Óttar að umrædd gögn séu mikilvæg í þágu varnarinnar og við blasi að rannsakendur og ákæruvald hafi í lengstu lög kostið að halda þessum gögnum frá sakborningum og verjendum. Það sé alvarlegt brot á hlutlægnisskyldu sem hljóti að hafa afleiðingar að lögum. Sagði Óttar að fyrir hönd allra ákæru áskildi hann sér allan rétt í því sambandi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist hafa reynt að leggja fram þessi gögn áður við meðferð málsins, en hafi verið meinað að leggja fram þessar áreiðanleikakannanir, þar sem þær séu á ensku, en þingmálið er íslenska. Í fyrirtökunni í dag var ákveðið að þýðing á þessum skjölum myndi fara fram í kjölfarið og þær lagðar fram við næstu fyrirtöku í lok nóvember. Dómari málsins bað sækjanda og verjendur að gera ráð fyrir aðalmeðferð í lok janúar en vitnalisti sérstaks saksóknara telur rúmlega 40 manns og búast má við að listinn lengist með vitnum sem verjendur munu kalla til. Þannig gæti farið að aðalmeðferðin muni taka nokkra daga eða vikur.
Aurum Holding málið Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun