Seattle ósigrandi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2013 08:26 Russell Wilson fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum. NFL Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum.
NFL Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira