Ingvar og Jónína best í íshokkí árið 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 18:01 Ingvar og Jónína á ísnum. Mynd/Íshokkísamband Íslands/Elvar Freyr Pálsson Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013. Ingvar Þór varð spilandi þjálfari Íslands- og deildarmeistara Akureyringa auk þess að vera fyrirliði íslenska landsliðsins sem hafnaði í 3. sæti í sínum riðli á HM í Króatíu. Hann hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því liðinu var komið á koppinn árið 1999. Þá hefur Ingvar á ferli sínum fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor. Jónína varð Íslandsmeistari í tólfta skipti í vor auk þess að verða deildarmeistari með SA. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni í vor. Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013. Ingvar Þór varð spilandi þjálfari Íslands- og deildarmeistara Akureyringa auk þess að vera fyrirliði íslenska landsliðsins sem hafnaði í 3. sæti í sínum riðli á HM í Króatíu. Hann hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því liðinu var komið á koppinn árið 1999. Þá hefur Ingvar á ferli sínum fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor. Jónína varð Íslandsmeistari í tólfta skipti í vor auk þess að verða deildarmeistari með SA. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni í vor. Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira