Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun