Biskup í góðum samhljómi Einar Karl Haraldsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun