Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun