Meiri sykur? Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að „stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.Endalaust sykurát Flestum finnast kökur góðar. En að sama skapi vita allir í nútímasamfélagi að kökur eru ekki sérlega holl fæða. Það eru til ýmsar leiðir til lífsgæða en endalaust sykurát er ekki ein þeirra. Pólitík hægrimanna snýst hins vegar um endalaust sykurát. Arðrán á náttúrunni, útsala á auðlindum, bóluhagkerfi þar sem ríkið styrkir getulaus fyrirtæki til að þenja sig út tímabundið, sala ríkiseigna, þetta voru lausnirnar fyrir hrun og sjálfstæðismenn hafa ekkert að bjóða nema áframhald á því sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ráku samfélagið á sínum tíma með þeim hætti að það leit út fyrir að hér væri mikill hagvöxtur. En hann reyndist innantómur. Hitaeiningarnar í þessum hagvexti voru aðeins sykur og meiri sykur og hann reyndist vond næring til framtíðar. Nákvæmlega sama er í boði núna. Fleiri álver, meiri einkavæðing, fleiri ríkisstyrkir til einkavina. Það er leitun að stjórnmálaöflum sem hafa orðið sér jafn rækilega til skammar og þeim sem stýrðu Íslandi á fyrsta áratug 21. aldar og eru þó svo bíræfin að mæta aftur til leiks og lofa engu öðru en að endurtaka sama leik, nákvæmlega eins.Engin bætiefni Til þess að veita þessum flokkum brautargengi þurfa menn að trúa því býsna ákaft að hér hafi aldrei orðið neitt hrun og engin kreppa heldur. Því að það sem þeir bjóða fram í næstu kosningum eru engin bætiefni heldur innantóm orka. Ekkert annað. Sama neyslupólitíkin og fór með þjóðina á hausinn haustið 2008.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar