Endurreisn á forsendum jöfnuðar Guðbjartur Hannesson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar