Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu 28. janúar 2013 06:00 Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar