Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu 28. janúar 2013 06:00 Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun