Hjartanlega sama? Teitur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun