Auður í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun