Loforð um loft 12. febrúar 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar