Gylfa Magnússyni svarað Heiðar Már Guðjónsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. Ástæða þess er að hann telur að ég hafi fjárhagslega hagsmuni umfram aðra landsmenn af því að niðurstaða málefna Orkuveitu Reykjavíkur þróist með einum hætti frekar en öðrum. Ég hafði vonast til þess að umræðan um efnahagsmálin gæti verið málefnaleg, sérstaklega þegar rætt er við háskólamenn. Um Orkuveitu Reykjavíkur Ég hef komið með þrjá helstu sérfræðinga heims um skuldamál á fundi OR. Þetta hef ég gert á eigin kostnað, án þess að það hafi kostað OR svo mikið sem eina krónu. Þetta er það sama og ég gerði þegar ég fékk Lee C. Buchheit til landsins í desember 2008 í tengslum við Icesave. Ég hef enga samninga um fjárhagslega aðkomu að þessu máli og vænti einskis, heldur greiði ég fyrir þessa vinnu úr eigin vasa. Erlendar skuldir OR eru tuttugufaldar tekjur hennar í erlendum myntum, kaup OR á gjaldeyri til að mæta þessum skuldum veikir lífskjör almennings. Þessar skuldir eru ekki tilkomnar vegna veituþjónustu fyrirtækisins við almenning heldur vegna mislukkaðrar spákaupmennsku fyrirtækisins. Gylfi vill að almenningur beri tjónið að fullu. Ég hef lagt til að leitað verði samninga um að fagfjárfestarnir sem tóku vitandi vits þátt í áhættunni með lánveitingum beri hluta tjónsins. Seðlabankinn tiltekur fyrirtækið, eitt fyrirtækja ásamt Landsbankanum, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og ógnir við hann. Gylfi getur því ekki breytt því að skuldastaða fyrirtækisins er ósjálfbær og neitar að viðurkenna vandann eins og í öðrum málum. Um SpKef og Byr Gylfi neitar að mat hans hafi verið kolrangt og heldur því fram að hann hafi ekkert annað getað gert í stöðunni. Það er rangt. Það hefði átt að loka þessum stofnunum strax því taprekstur þeirra var framlengdur og kostaði skattgreiðendur fimmtíu milljarða. Um Icesave Gylfi er enn þeirrar skoðunar að aldrei hafi átt að láta reyna á lagahlið málsins. Það er ótrúlegt mat. Hann biðst þó afsökunar á orðum sínum um Ísland sem „Kúbu norðursins", sem hann segir vanhugsuð og kjánaleg. Það sem hann ætti þó að biðjast afsökunar á eru þöggunartilburðir hans í Icesave-umræðunni með því að reyna að hræða almenning til fylgis við skoðun sína í krafti embættis síns. Um Landsbankann Gylfi segir að mikil réttaróvissa um gengislán bankakerfisins hafi verið öllum ljós þegar Landsbankinn var endurreistur. Í því ljósi er óskiljanlegt að Gylfi skyldi ákveða að kaupa gengislán bankans af kröfuhöfum án fyrirvara um réttaróvissuna. Hann keypti með öðrum orðum eignir sem hann hafði ekki hugmynd um hvers virði voru. Enginn grandvar maður gerir slíkt. Gylfi heldur því fram að mistök hans við stofnun ríkisbankans muni ekki lenda á almenningi. Hann lætur því ósvarað hvers vegna Seðlabankinn, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika, nefnir Landsbankann sérstaklega sem eina helstu ógnina við hann. Um erlenda skuldastöðu Seðlabankinn er frægur að endemum fyrir mat sitt á skuldastöðu þjóðarinnar. En sú frægð hefur farið fram hjá Gylfa sem vitnar í úreltar tölur bankans sem komu út nokkrum vikum fyrir Icesave-kosningar 2011 og hafa síðan verið uppfærðar reglulega til að sýna rétta mynd af skuldastöðu þjóðarinnar sem er margfalt verri en gefið var til kynna fyrir kosningar. Gylfi segir að tölur AGS um skuldastöðu séu þær bestu en lætur þess ógetið að þær tölur eru allar komnar frá Seðlabankanum sem „týndi" 155 milljörðum af erlendum skuldum síðasta sumar þegar „verið var að færa þær á milli tölvukerfa". Hvernig útskýrir Gylfi sífellda veikingu krónunnar og gjaldeyrishöft fyrst að erlend skuldastaða hefur ekki verið betri í tíu ár, eins og hann heldur fram? Það er alkunna að ástæða veikingar krónunnar er ósjálfbærni íslenskra utanríkisviðskipta. Það fer meiri gjaldeyrir úr kerfinu en kemur inn í það. Um nauðasamninga Gylfi heldur því fram, í ljósi rangs mats á erlendri skuldastöðu, að ganga eigi frá nauðasamningum við erlenda kröfuhafa. Ég hef varað við því í meira en ár. Það er ljóst hvor hefur rangt fyrir sér hér, því mat vogunarsjóðanna á eigin endurheimtum hefur lækkað gríðarlega frá því í haust, þegar Gylfi vildi að nauðasamningar yrðu undirritaðir, og nemur lækkunin hundruðum milljörðum króna. Ef Gylfi hefði fengið einhverju ráðið hefði það aldrei orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. Ástæða þess er að hann telur að ég hafi fjárhagslega hagsmuni umfram aðra landsmenn af því að niðurstaða málefna Orkuveitu Reykjavíkur þróist með einum hætti frekar en öðrum. Ég hafði vonast til þess að umræðan um efnahagsmálin gæti verið málefnaleg, sérstaklega þegar rætt er við háskólamenn. Um Orkuveitu Reykjavíkur Ég hef komið með þrjá helstu sérfræðinga heims um skuldamál á fundi OR. Þetta hef ég gert á eigin kostnað, án þess að það hafi kostað OR svo mikið sem eina krónu. Þetta er það sama og ég gerði þegar ég fékk Lee C. Buchheit til landsins í desember 2008 í tengslum við Icesave. Ég hef enga samninga um fjárhagslega aðkomu að þessu máli og vænti einskis, heldur greiði ég fyrir þessa vinnu úr eigin vasa. Erlendar skuldir OR eru tuttugufaldar tekjur hennar í erlendum myntum, kaup OR á gjaldeyri til að mæta þessum skuldum veikir lífskjör almennings. Þessar skuldir eru ekki tilkomnar vegna veituþjónustu fyrirtækisins við almenning heldur vegna mislukkaðrar spákaupmennsku fyrirtækisins. Gylfi vill að almenningur beri tjónið að fullu. Ég hef lagt til að leitað verði samninga um að fagfjárfestarnir sem tóku vitandi vits þátt í áhættunni með lánveitingum beri hluta tjónsins. Seðlabankinn tiltekur fyrirtækið, eitt fyrirtækja ásamt Landsbankanum, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og ógnir við hann. Gylfi getur því ekki breytt því að skuldastaða fyrirtækisins er ósjálfbær og neitar að viðurkenna vandann eins og í öðrum málum. Um SpKef og Byr Gylfi neitar að mat hans hafi verið kolrangt og heldur því fram að hann hafi ekkert annað getað gert í stöðunni. Það er rangt. Það hefði átt að loka þessum stofnunum strax því taprekstur þeirra var framlengdur og kostaði skattgreiðendur fimmtíu milljarða. Um Icesave Gylfi er enn þeirrar skoðunar að aldrei hafi átt að láta reyna á lagahlið málsins. Það er ótrúlegt mat. Hann biðst þó afsökunar á orðum sínum um Ísland sem „Kúbu norðursins", sem hann segir vanhugsuð og kjánaleg. Það sem hann ætti þó að biðjast afsökunar á eru þöggunartilburðir hans í Icesave-umræðunni með því að reyna að hræða almenning til fylgis við skoðun sína í krafti embættis síns. Um Landsbankann Gylfi segir að mikil réttaróvissa um gengislán bankakerfisins hafi verið öllum ljós þegar Landsbankinn var endurreistur. Í því ljósi er óskiljanlegt að Gylfi skyldi ákveða að kaupa gengislán bankans af kröfuhöfum án fyrirvara um réttaróvissuna. Hann keypti með öðrum orðum eignir sem hann hafði ekki hugmynd um hvers virði voru. Enginn grandvar maður gerir slíkt. Gylfi heldur því fram að mistök hans við stofnun ríkisbankans muni ekki lenda á almenningi. Hann lætur því ósvarað hvers vegna Seðlabankinn, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika, nefnir Landsbankann sérstaklega sem eina helstu ógnina við hann. Um erlenda skuldastöðu Seðlabankinn er frægur að endemum fyrir mat sitt á skuldastöðu þjóðarinnar. En sú frægð hefur farið fram hjá Gylfa sem vitnar í úreltar tölur bankans sem komu út nokkrum vikum fyrir Icesave-kosningar 2011 og hafa síðan verið uppfærðar reglulega til að sýna rétta mynd af skuldastöðu þjóðarinnar sem er margfalt verri en gefið var til kynna fyrir kosningar. Gylfi segir að tölur AGS um skuldastöðu séu þær bestu en lætur þess ógetið að þær tölur eru allar komnar frá Seðlabankanum sem „týndi" 155 milljörðum af erlendum skuldum síðasta sumar þegar „verið var að færa þær á milli tölvukerfa". Hvernig útskýrir Gylfi sífellda veikingu krónunnar og gjaldeyrishöft fyrst að erlend skuldastaða hefur ekki verið betri í tíu ár, eins og hann heldur fram? Það er alkunna að ástæða veikingar krónunnar er ósjálfbærni íslenskra utanríkisviðskipta. Það fer meiri gjaldeyrir úr kerfinu en kemur inn í það. Um nauðasamninga Gylfi heldur því fram, í ljósi rangs mats á erlendri skuldastöðu, að ganga eigi frá nauðasamningum við erlenda kröfuhafa. Ég hef varað við því í meira en ár. Það er ljóst hvor hefur rangt fyrir sér hér, því mat vogunarsjóðanna á eigin endurheimtum hefur lækkað gríðarlega frá því í haust, þegar Gylfi vildi að nauðasamningar yrðu undirritaðir, og nemur lækkunin hundruðum milljörðum króna. Ef Gylfi hefði fengið einhverju ráðið hefði það aldrei orðið.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar