Lagarfljót. In memoriam Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum, er stórbrotið verk sem kom út haustið 2005, ári eftir að framkvæmdir hófust við byggingu álvers í Reyðarfirði. Álverið skyldi knúið orku frá Kárahnjúkavirkjun eins og alþjóð veit. Valgerður Sverrisdóttir var þá iðnaðarráðherra. Flokkssystir hennar, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, hafði skömmu fyrir jól 2001 snúið við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn virkjuninni af umhverfisástæðum. Með úrskurði umhverfisráðherra var rutt úr vegi síðustu lagahindruninni sem hamlað gat virkjunarframkvæmdum. Náttúruverndarsinnar reyndu þó enn að andæfa, þeirra á meðal Helgi Hallgrímsson. Hann hafði árum saman rannsakað náttúrufar eystra og safnað margvíslegu efni til bókarinnar. Í formála segir Helgi: „Innan fárra ára verða afdrifarík tímamót í sögu Lagarfljóts þegar öllu jökulvatni Jökulsár á Dal verður beint um jarðgöng til virkjunar í Fljótsdal og þaðan í fljótið. Eftir það verður Lagarfljót allt annað vatnsfall en það er nú.” Lokaorð formálans eru: „Við ritun þessarar bókar hefur mér stundum fundist að ég væri að skrifa eftirmæli um látinn vin.”Spárnar orðnar að veruleika Í bók Helga er gerð grein fyrir þeim hörðu átökum sem árum saman stóðu um Kárahnjúkavirkjun í sérstökum kafla. Þar eru reifuð áhrif virkjunarinnar á vatnakerfi Lagarfljóts m.a. byggð á mati Landsvirkjunar á umhverfisáhrifum. Matið sýndi fram á að litur fljótsins yrði dekkri og því myndi draga úr silungsveiði. Þar kom einnig fram að hækkuð grunnvatnsstaða myndi valda breytingum á ræktuðu landi, einkum í Fljótsdal. Í matinu er engu spáð um áhrif á fuglalíf en Helgi leggur áherslu á samhengið í lífríkinu. „Jurtalíf á grunnum mun að líkindum eyðast, einnig mun botndýralíf rýrna verulega og þar með fæða fiska og fugla.“ Þessar spár eru nú orðnar að veruleika fáum árum eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett.Lífríki Lagarfljóts fórnað Í Fréttablaðinu 12. mars má lesa í forsíðufrétt: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti,“ segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um úttekt á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á fljótið.“ Fréttablaðið hefur einnig fjallað um mikið landbrot. Fram kom í viðtali við formann bæjarráðs að hann væri í „sjokki“ yfir niðurstöðum úttektarinnar. Samt hefur ekkert gerst annað en það að spár hafa gengið eftir. Héraðsbúar og aðrir Íslendingar standa nú frammi fyrir afleiðingum pólitískra ákvarðana sem teknar voru fyrir um áratug. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir og því verður að telja að stjórnmálamenn hafi tekið „upplýsta ákvörðun“ ákaft studdir af hluta Austfirðinga. Lífríki Lagarfljóts var fórnað fyrir álver í Reyðarfirði. Enn verðum við að vona að stökkbreytt Lagarfljót hafi ekki jafn víðtæk áhrif á búsetuskilyrði manna og fiska og fugla á Fljótsdalshéraði.Hvellur Í Bíói Paradís hefur heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson verið sýnd um margra vikna skeið. Myndin lýsir harðri en sigursælli baráttu þingeyskra bænda gegn stækkun Laxárvirkjunar. Þar var um mikilvægt lífríki Mývatns að tefla. Einn bændanna, sem tóku þátt í því að sprengja stífluna efst í Laxá, segir í myndinni að sigur Þingeyinga í Laxárdeilunni hafi byggst á samstöðu heimamanna. Sú samstaða var ekki fyrir hendi á Austurlandi. Austfirðingar eiga þó fjársjóð fólginn í „eftirmælum“ Helga Hallgrímssonar um fljótið sem áður var.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun