Afnemum verðtryggingu Magnús Orri Schram skrifar 10. apríl 2013 07:00 Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga? Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verðtryggingu var komið á 1980 til að tryggja að peningarnir héldu verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu.Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar myntar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuldir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna um 20% árið 2009 og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 milljónir, væri það lán komið í 39 milljónir í dag, þökk sé verðbólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar.Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræðum við ESB og ganga í myntsamstarf á næsta kjörtímabili.27.apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga? Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verðtryggingu var komið á 1980 til að tryggja að peningarnir héldu verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu.Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar myntar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuldir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna um 20% árið 2009 og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 milljónir, væri það lán komið í 39 milljónir í dag, þökk sé verðbólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar.Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræðum við ESB og ganga í myntsamstarf á næsta kjörtímabili.27.apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun