Aðgerðir gegn brottfalli Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun