Aðgerðir gegn brottfalli Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar