Sjálfstæðismönnum má treysta Benedikt Jóhannesson skrifar 28. júní 2013 06:00 Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar