Ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum Stígur Helgason skrifar 13. september 2013 07:00 Starfsmenn Seðlabankans og sérstaks saksóknara báru býsn af gögnum út úr höfuðstöðvum Samherja í fyrravor. Fréttablaðið/pjetur Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira