Þrír fílar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. september 2013 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun