
Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna
Hatrið
Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: „Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki“?
Úr því að hatrið náði undirtökunum og réði för þeirra, sem í hefndarskyni vildu bera mál sín á torg, verður ekki aftur snúið. Skaðinn er skeður. Jafnvel þótt ósannindi séu borin til baka og rangfærslur leiðréttar, er það einatt svo í málum af þessu tagi, að ásökunin ein ogsér vekur grunsemdir og tortryggni og er til þess fallin að skaða mannorð viðkomandi varanlega. Vel má vera, að svo sé í þessu tilviki. En fyrir þau, sem þykjast þess umkomin að setjast í dómarasætið, er kannski ráð fyrst að kynna sér málsgögn og málsbætur; og annað, að varast að fara með sleggjudóma og staðleysustafi.
Man nokkur lengur eftir siðareglum Blaðamannafélags Íslands? Ýmis dæmi um siðlausa blaðamennsku, sem hér hafa verið tilfærð, virðast gefa tilefni til að dusta af þeim rykið. Þar segir:
4. grein: „Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð“.
3. grein: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er, og sýnir fyllstu tillitssemi ívandasömum málum“. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu“. (Leturbreyting mín).
Hrokinn
Ég spyr: Hvernig eiga lesendur að mynda sér óbrenglaða og fordómalausa skoðun á máli, ef fjölmiðlar bjóða þeim upp á einhliða frásögn kærenda, velja það eitt til birtingar úr gögnum málsins, sem hentar fyrirfram gefinni niðurstöðu, hundsa vottfestan framburð vitna, stinga undir stól sönnunargögnum um að farið sé með rangt mál og virða ekki andmælarétt hins ákærða?
Hér hafa verið tilfærð nokkur dæmi um óvandaða blaðamennsku, þar sem brotið er í flestum greinum gegn siðareglum blaðamannafélagsins. Eru einhver viðurlög við því? Sæmir það, að þeir sem sjálfir brjóta sínar eigin siðareglur, setjist í dómarasæti yfir öðrum? Hér hefur verið tekið dæmi af helsta siðgæðisverði DV, Inga Frey Vilhjálmssyni. Hann hefur skrifað langhunda um meinta siðferðisbresti annarra á sama tíma og hann leyfir sér að þverbrjóta siðareglur sinnar eigin starfsgreinar.
Nú er spurningin: Hvernig bregst hann við, þegar hann er uppvís að alvarlegum yfirsjónum? Þorir hann að horfast í augu við sjálfan sig? Eða kýs hann að forherðast og þræta fyrir? Hann bauð mér pláss í blaði sínu til að ræða um iðrun sem forsendu fyrirgefningar. Ef Ingi Freyr Vilhjálmsson hefur manndóm til að játa brot sín gegn mannorði mínu, ef hann iðrast einlæglega og biðst fyrirgefningar, þá mun ég, fyrir mitt leyti, fyrirgefa honum. Ég vona, að hann fái inni fyrir afsökunarbeiðni sína á DV.
(Höfundur var fyrr á árum bæði blaðamaður og ritstjóri)
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar