Góðar fréttir fyrir austurhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 2. október 2013 06:00 Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun