Gefurðu afslátt af öryggi barnsins þíns? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun