ÖBÍ er mikilvægt afl Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2013 06:00 Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun