Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku Halla Hrund Logadóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun