Landspítalinn getur fengið milljarða – ef þjóðin vill Jón Karl Snorrason skrifar 29. október 2013 06:00 Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun