Of auðvelt að taka meira Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. október 2013 06:00 Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun