Ný hugsun í skipulagsmálum Halldór Halldórsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkurflugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfið tekur ekki við umferðaraukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverfanna með flesta ef ekki alla þjónustu innan þeirra og aukna möguleika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðarmannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur möguleika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru léttlestir til skoðunar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambærilegar borgir eða svæði hvað mannfjölda varðar að leysa sín samgöngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenningssamgöngur að vera skilvirkar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Sjá meira
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni að hugsa yrði hlutina upp á nýtt varðandi þéttingu byggðar en ég var þeirrar skoðunar áður en samkomulag um að fresta málum varðandi Reykjavíkurflugvöll til 2022 var undirritað í síðustu viku. Það er nauðsynlegt vegna umferðarmála að sem best takist til við þéttingu byggðar. Miðað við þá íbúafjölgun sem fyrirsjáanleg er á næstu árum er ljóst að gatnakerfið tekur ekki við umferðaraukningu í samræmi við þá fjölgun ef allir eiga að vera á bílum. Þess vegna ganga hugmyndir um að 80% uppbyggingar verði vestan línu um Elliðaár ekki upp í mínum huga. Hugmyndir í drögum að nýju aðalskipulagi um eflingu hverfanna með flesta ef ekki alla þjónustu innan þeirra og aukna möguleika á að íbúar í hverju hverfi geti sótt sína atvinnu í sínu hverfi tel ég vera jákvæðar. Ef vel tekst til getur það dregið nokkuð úr þörf fyrir enn frekari umferðarmannvirki sem lítið pláss er fyrir í borginni. Það gefur okkur möguleika til að úthluta enn fleiri lóðum í úthverfum fyrir fólk sem vill búa í einbýli frekar en fjölbýli. Það er mikilvægt að geta valið. Í tengslum við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru léttlestir til skoðunar og er það mjög áhugaverð nálgun. Erlendis eru sambærilegar borgir eða svæði hvað mannfjölda varðar að leysa sín samgöngumál með slíkum lestum. Í borgarsamfélagi þurfa almenningssamgöngur að vera skilvirkar, tíðar og áreiðanlegar. Þannig verður til raunverulegt val á móti bílnum.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun