Við getum bætt okkur Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun