Kvótakerfi = gjafakvóti? Jón Steinsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar