An Nabi Saleh – þar sem hernámi og kúgun er mótmælt Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 6. desember 2013 12:06 Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun