Betur má ef duga skal! Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar