Nýr Kani Snæfellinga kann svo sannarlega að troða | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2014 20:30 Travis Cohn í leik með háskólaliði sínu. Mynd/Grace Singer „Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
„Hann kemur með aðeins öðruvísi víddir inn í okkar leik,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliða Snæfellinga, um nýja Kanann Travis Cohn. Félagaskipti hans voru staðfest á heimasíðu KKÍ í dag. Cohn er 24 ára bakvörður sem hefur leikið með Springfield Armor í D-deildinni vestanhafs. Þar áður lék hann með háskólaliði Jacksonville. „Hann er ekki algjör leikstjórnandi heldur spilar ýmist stöðu eitt og tvö,“ segir Ingi Þór. „Hann er ekki með rosalega merkilega ferilskrá en þeir sem ég hef rætt við gefa honum gott orð.“ Snæfellingar sækja Þór heim í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla á föstudagskvöldið eftir jólafrí. Ingi Þór reiknar með Cohn í þann leik. „Hann hjálpar okkur vonandi að efla andann og kveikja í öðrum leikmönnum. Fá alla til að virka. Við höfum ekki kveikt á öllum hreyflum ennþá.“ Fjölmörg myndbönd með tilþrifum Cohn má finna á veraldrarvefnum. Stutt samantektarmyndband af troðslum kappans má sjá hér að neðan. Þá vakti athygli að frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk staðfest félagaskipti inn í kvennalið Snæfellinga í dag. Systir hennar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilar með þeim rauðklæddu. Ingi Þór segir það hins vegar hafa komið sér á óvart að félagaskipti hennar hafi farið í gegn í dag. Snæfellingar hafi rætt við hana um að vera til taks í nóvember áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Við vorum í manneklu rétt fyrir en náðum ekki að ganga frá þessu áður en félagaskiptalugganum var lokað,“ segir Ingi Þór. Því hafi félagskiptin dottið inn í dag. Nú hafi því miður gömul meiðsli hins vegar tekið sig upp hjá Helgu Margréti og ekkert verið í umræðunni í margar vikur að hún spilaði með systur sinni í Hólminum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira