Umfjöllun: Ísland - Rússland 35-34 | Aron með sigurmarkið í lokin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2014 15:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Aron Pálmarsson tryggði Íslandi flottan sigur á Rússum í kvöld með mögnuðu marki undir lokin. Þetta var fyrsti leikur Íslands á æfingamóti fyrir EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrri hálfleikur var nokkuð skrautlegur. Íslenska liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með fjögurra marka forskot, 6-2, eftir aðeins sex mínútur. Sóknarleikurinn að rúlla mjög vel en talsvert basl á varnarleiknum. Varnarleikur Rússa líka lítið til að hrópa húrra fyrir og bæði lið nánast skoruðu að vild lengi vel. Ísland náði mest fimm marka forskot í hálfleiknum, 10-5, en Rússar jöfnuðu, 14-14, og komust svo yfir, 15-16. Strákarnir okkar komu samt til baka og leiddu með einu marki í leikhléi, 19-18. Ísland var skrefi á undan nær allan síðari hálfleik en missti tökin á lokamínútunum. Strákarnir sýndu karakter með því að koma til baka og þeir kláruðu leikinn manni færri. Björgvin Páll varði 15 sekúndum fyrir leikslok og Aron skoraði svo markið glæsilega sem tryggði íslenska liðinu sigur í leiknum. Frammistaða íslenska liðsins var betri en margan grunaði enda ansi stór skörð höggvin í íslenska liðið. Nú síðast meiddist Snorri Steinn og hann gat því ekki spilað í kvöld. Það lögðu ansi margir hönd á plóg í sókninni sem var jákvætt. Aron fremstur í flokki og Þórir Ólafsson einnig magnaður. Skoraði flott mörk og gaf einnig góðar stoðsendingar. Hægri vængurinn lengstum mjög sterkur og skilaði átta mörkum í fyrri hálfleik. Strákarnir klúðruðu þrem vítum í leiknum sem var dýrt. Varnarleikurinn þarfnast talsverðrar vinnu og þar sem hann var slakur var markvarslan ekki heldur upp á marga fiska. Björgvin steig þó upp á elleftu stundu. Fínasta byrjun hjá liðinu í erfiðum undirbúningi þar sem mörgum spurningum er ósvarað. Það var aftur á móti jákvætt að sjá þá sem fá ábyrgðina að þeir mættu ákveðnir til leiks og með sjálfstraustið í lagi.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni