Arnold hefur drepið flesta Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2014 23:09 Tölvunarfræðingurinn Randal Olson hefur sett saman lista yfir þá 25 leikara sem drepið hafa flesta í bíómyndum. Arnold Schwarzenegger situr á toppi listans með 369 dráp og Uma Thurman er sú leikkona sem drepið hefur flesta í mynd, eða 77. Sagt er frá þessu á vef Business Insider. Listinn er byggður á gögnum frá síðunni MovieBodyCounts og tók það Randal meira en fimm ár að setja hann saman. Þó getur verið að sumir leikarar eigi í raun fleiri dráp í kvikmyndum, því margir hafi leikið í b-myndum sem hafa ekki verið skráðar. „Ég er næstum viss um að John Wayne væri á listanum ef einhver kvikmyndaunnandi færi yfir myndirnar sem hann lék í fyrir 1960,“ segir Randal.Einnig gerði Randal lista yfir þær bíómyndir sem flestir eru drepnir í og ofbeldisfyllstu bíómyndirnar, eftir dauðsföllum á mínútu. Ekki eru allir á eitt sáttir með listann og telja margir að leikarar á honum hafi drepið mun fleiri í mynd. Samanber þetta myndaband sem sýnir öll kvikmyndadráp Arnold Schwarzenegger. Myndbandið er ekki við hæfi allra. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tölvunarfræðingurinn Randal Olson hefur sett saman lista yfir þá 25 leikara sem drepið hafa flesta í bíómyndum. Arnold Schwarzenegger situr á toppi listans með 369 dráp og Uma Thurman er sú leikkona sem drepið hefur flesta í mynd, eða 77. Sagt er frá þessu á vef Business Insider. Listinn er byggður á gögnum frá síðunni MovieBodyCounts og tók það Randal meira en fimm ár að setja hann saman. Þó getur verið að sumir leikarar eigi í raun fleiri dráp í kvikmyndum, því margir hafi leikið í b-myndum sem hafa ekki verið skráðar. „Ég er næstum viss um að John Wayne væri á listanum ef einhver kvikmyndaunnandi færi yfir myndirnar sem hann lék í fyrir 1960,“ segir Randal.Einnig gerði Randal lista yfir þær bíómyndir sem flestir eru drepnir í og ofbeldisfyllstu bíómyndirnar, eftir dauðsföllum á mínútu. Ekki eru allir á eitt sáttir með listann og telja margir að leikarar á honum hafi drepið mun fleiri í mynd. Samanber þetta myndaband sem sýnir öll kvikmyndadráp Arnold Schwarzenegger. Myndbandið er ekki við hæfi allra.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira