Tapaði 800 milljónum á tapi Denver Broncos Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 23:00 Stuðningsmenn Denver Broncos höfðu litlu að fagna í nótt ef frá eru taldir þeir sem keyptu húsgögn hjá Gallery Future í Houston. Vísir/Getty Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN. NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Jim McIngvale, framkvæmdastjóri Gallery Furniture í Houston, hét viðskiptavinum sem versluðu hjá honum í aðdraganda Super Bowl að þeir fengju peninga sína aftur ef svo færi að Seattle Seahawks stæði uppi sem sigurvegari. Sú varð raunin og reyndar með fáheyrðum yfirburðum. Ekki er þannig að skilja að McIngvale hafi verið svo pottþéttur á sigri Denver Broncos heldur var einfaldlega peningi kastað upp til að ákvarða liðið. Þeir sem vörðu meira en 6000 dölum, jafnvirði um 700 þúsund íslenskra króna, í búðinni og fengu vöruna senda heim áður en leikur hæfist í gær myndu fá kostnaðinn endurgreiddan. Alþekkt er að verslanir bjóði upp á sérstök kaup í kringum stórviðburði. Hins vegar tryggja verslunareigendur sig yfirleitt fyrir stóru tapi líkt og í tilfelli McIngvale. Heildartap hans nam sjö milljónum dala eða um 800 milljónum íslenskra króna. McIngvale segir hins vegar að áhættufíkillinn í honum leyfi sér ekki að kaupa tryggingu. Hann viðurkennir að fjárhagslegt tap sitt auki gildi þeirra var sem hann bjóði til sölu. Umfjöllun fjölmiðla hjálpi búðinni einnig að auglýsa sig. „Við höfum þegar fengið send myndbönd af fólki hoppandi á húsgögnum okkar af gleði. Ég efast ekki um að upphæðirnar sem við töpuðum muni skila sér til okkar á ný,“ segir McIngvale við ESPN.
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira