Evrópumálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. febrúar 2014 14:12 Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun