Fótbolti

Mist: Vorum fastar fyrir og kláruðum þær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta er frábært. Fyrsta landsliðsmarkið og æðislegt að ná sigri á móti þeim í 100. leiknum hennar Þóru,“ sagði MistEdvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, eftir 2-1 sigurinn á Noregi á Algarve-mótinu í fótbolta í dag.

Mist skoraði fyrra mark Íslands snemma í seinni hálfleik en það var hennar fyrsta landsliðsmark í ellefta landsleiknum. Þóra B. Helgadóttir spilaði sinn 100. landsleik í dag.

„Ég var búin að horfa á Noreg spila á móti Kína og þær byrjuðu svipað. Það kom mér ekkert rosalega á óvart hvernig þær spiluðu.“

„Það voru allir á 150 prósent að keyra þær niður. Við fengum einhverjar tíu aukaspyrnur á okkur í fyrri hálfleik sem er bara fínt. Við vorum fastar fyrir og kláruðum þær,“ sagði Mist Edvardsdóttir.

Allt viðtalið sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók á Algarve eftir leikinn í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þóra spilar 100. landsleikinn í dag

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gerir miklar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Noregi á Algarve í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×